[Við höfum alltaf nægan tíma, ef við aðeins nýtum hann rétt. -- Johann Wolfgang von Goethe ]

Fylgstu með okkur:

Fréttir

nóv.23
Aðventu- og jólatónleikar
miðvikudagur, 23. nóvember 2016 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Upphaf aðventu í rólegheitumVegna mikillar aðsóknar á aðventu- og jólatónleika Kammerkórs Hafnarfjarðar er okkur sönn ánægja að tilkynna að líkt og áður verða haldnir tvennir tónleikar. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Hásölum þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20:00 og þeir seinni á sama stað miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20:00.

Líkt og undanfarin ár verður sköpuð afslappandi og róleg kaffihúsastemning með kertaljósum og hátíðlegum söng. Í hléi bjóða kórfélagar tónleikagestum upp á kaffi og konfekt.

Meðleikari á píanó er eins og áður Ástríður Alda Sigurðardóttir.

Aðgangseyrir er 2000 krónur en 1500 krónur fyrir eldri borgara.

Við minnum líka á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi. Fyrir 6500 krónur fær hver styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
apr.28
Fuglar og fiðrildi – og aðrir vorboðar
fimmtudagur, 28. apríl 2016 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Fuglar og fiðrildi 2016Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar 2016 bera yfirskriftina Fuglar og fiðrildi og aðrir vorboðar.

Sunnudaginn 1. maí verða þeir haldnir í Vinaminni á Akranesi og hefjast klukkan 17:00. Aðgangur er ókeypis.

Viku síðar, sunnudaginn 8. maí verða þeir haldnir í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan 20:00. Miðaverð er 2000 krónur en 1500 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara.

Á tónleikunum verða fluttir vorboðar af ýmsum toga, allt frá frönskum madrígölum til laga eftir Billy Joel og Bítlana.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
des.3
Syngjandi jól í Hafnarborg
fimmtudagur, 3. desember 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Syngjandi jól, árleg kórahátíð hafnfirskra kóra á aðventu, verður haldin í Hafnarborg laugardaginn 5. desember. Hátíðin er í nánum tengslum við Jólaþorpið sem er opið á sama tíma við alla Strandgötuna.

Kammerkór Hafnarfjarðar stígur á svið klukkan 15:40 og syngur úrval laga af nýafstöðnum aðventu- og jólatónleikum.

Nánari dagskrá má nálgast á vef Hafnarfjarðarbæjar.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
nóv.17
Aðventu- og jólatónleikar
þriðjudagur, 17. nóvember 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Aðventu- og jólatónleikar 2015Aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desember kl. 20.00.

Á tónleikunum syngur Kammerkórinn úrval aðventu- og jólalaga auk annarra söng- og kórverka og lofar að koma öllum í hátíðarskap.

Gestir kórsins að þessu sinni eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari.

Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt í hléi.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir eldri borgara.

Við minnum einnig á að alltaf er tekið við nýjum styrktarfélögum. Fyrir 6.000 krónur fær styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fæst hver miði á 1.000 krónur. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
sep.9
Fyrsta æfing haustsins
miðvikudagur, 9. september 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Sumarfríinu er nú lokið.

Fyrsta æfing starfsársins verður haldin í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í kvöld, miðvikudaginn 9. september, kl. 20:00.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]

Fréttir

apr.30
Næstu tónleikar
fimmtudagur, 30. apríl 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Næstu tónleikar Kammerkórsins verða haldnir sunnudaginn 17. maí kl. 20:30.
Nánari upplýsingar koma seinna.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
mar.4
Stolin stef í Hafnarborg
miðvikudagur, 4. mars 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Næstu tónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg sunnudaginn 15. mars, undir  yfirskriftinni Stolin stef. Lögin sem sungin verða á tónleikunum eru öll útsett af Gunnari Gunnarssyni, píanóleikara.

Efnisskráin samanstendur af öllu frá sálmum yfir í djassskotnar dægurlagaútsetningar. Um helmingur laganna er eftir Tómas R. Einarsson, bassaleikara. Því þykir við hæfi að Gunnar og Tómas verði gestahljóðfæraleikarar kórsins á þessum tónleikum.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Við minnum einnig á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi Kammerkórsins. Fyrir 6000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fær styrktarfélagi hvern miða á 1000 krónur. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.


KYNNINGARMYNDBAND:

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
feb.16
Árshátíð 2015
mánudagur, 16. febrúar 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Þema árshátíðarinnar 2015 eru hattar og höfuðfötÁrshátíð Kammerkórs Hafnarfjarðar verður haldin laugardaginn 21. febrúar í Bjarkahúsinu að Haukahrauni í Hafnarfirði. (Sjá á korti). Gleðskapurinn hefst klukkan 19:00.

Hver kórfélagi kemur með veitingar til að setja á sameiginlegt hlaðborð. Matarval er frjálst, en gott er að hafa í huga að um einskonar kvöldmat er að ræða. Einnig skal hver og einn koma með sína eigin drykki.

Þema árshátíðarinnar að þessu sinni eru hattar og höfuðföt.

Á árshátíðinni verður sýnt myndband frá Berlínarferðinni síðasta sumar. Einnig má gera ráð fyrir öðrum skemmtiatriðum.

Makar eru hjartanlega velkomnir, sem og gítarar og önnur hljóðfæri.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
feb.4
Næstu tónleikar
miðvikudagur, 4. febrúar 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Næstu tónleikar kammerkórsins verða haldnir sunnudaginn 15. mars klukkan 20:00.

Nánari upplýsingar um þá verða gefnar síðar.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
jan.7
Gleðilegt ár
miðvikudagur, 7. janúar 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Starfsemin er nú að komast í samt lag eftir jólafrí og verkfall.

Fyrsta æfing ársins 2015 verður haldin í kvöld, 7. janúar, á sama stað og tíma og venjulega.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]

Atburðir framundan

24. desember 2016
Messa á Kleppi