Kammerkór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu Aðventu- og jólatónleika í Hásölum þriðjudaginn 4. desember og fimmtudaginn 6. desember kl. 20:00. Að þessu sinni flytur kórinn hinar ýmsu perlur fram að hléi. Í hléinu verður boðið upp á kaffi og konfekt. Eftir hlé flytur kórinn svo Navidad Nuestra eftir Aríel Ramírez ásamt Gissuri Páli Gissurarsyni, tenór og fjögurra manna hljómsveit, sem skipuð er þeim Gunnari Gunnarssyni, píanóleikara; Þresti Þorbjörnssyni, gítar- og charangoleikara; Báru Gísladóttur, kontrabassaleikara og Jóni Björgvinssyni, slagverksleikara.
Navidad Nuestra er byggt á argentínskri tónlistarhefð. Árið 2009 söng Gissur Misa criolla eftir sama höfund á tónleikum með Kammerkórnum.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 og kr. 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara.
Við minnum einnig á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi kórsins. Fyrir 6.000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á þrenna tónleika kórsins. Á þann hátt fær styrktarfélaginn hvern miða á 1.000 krónur. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.