Á boðunardegi Maríu munu Kammerkór Hafnarfjarðar, Voces Thules og Marta Guðrún Halldórsdóttir flytja Maríutónlist úr spænska miðaldahandritinu Llibre vermell. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju og fara fram í kirkjunni 29. mars kl. 17:00.