• Kanntu að syngja?
  • Ertu sópran, alt, tenór eða bassi?
  • Vantar þig félagsskap til að syngja með?
  • Býrðu á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu?

Kammerkór Hafnarfjarðar býður áhugasömum söngvurum að mæta í raddprufur. Þær verða haldnar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar miðvikudaginn 4. september kl. 20:00 – 22:00. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að hitta stjórnandann, Kára Þormar, og láta í sér heyra.

Nýir og gamlir félagar eru velkomnir. Einkum er þó leitað að karlaröddum, og eru tenórar sérstaklega velkomnir!

Ýmislegt spennandi verður á dagskrá starfsársins. Æfingar eru haldnar á miðvikudögum frá kl. 20:00 – 22:00. Aðventu- og jólatónleikar verða haldnir í desember. Með vorinu er svo stefnt að því að flytja stórvirkið Carmina Burana, ásamt kórum Hafnarfjarðarkirkju.

Áhugasöm geta sent skilaboð og tilkynnt komu sína í gegnum Facebook-síðu kórsins, eða með tölvupósti á netfangið kammerkor@kammerkor.is. Eða mætt beint á staðinn 4. september.

Nánari upplýsingar um kórinn og starfsemi hans eru á Facebook-síðu hans og hér á vefnum.

Viðburður fyrir raddprufurnar á Facebook.

Raddprufur 4. september 2024

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum