Sumarið sem aldrei kom er búið og vetrarstarfið að fara í gang aftur.

Við viljum gefa áhugasömum tækifæri til að kynnast starfinu með opinni æfingu. Æfingin verður haldin miðvikudaginn 18. september kl. 20-22, í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Kammerkór Hafnarfjarðar er blandaður kór sem flytur fjölbreytta og skemmtilega tónlist. Æft er einu sinni í viku, að jafnaði á miðvikudagskvöldum frá kl. 20-22.

Framundan eru aðventu- og jólatónleikar í desember. Með vorinu er svo stefnt að því að flytja stórvirkið Carmina Burana, ásamt kórum Hafnarfjarðarkirkju.

Öll velkomin á æfinguna. Við leitum þó sérstaklega að fleiri karlaröddum. Nánari upplýsingar um kórinn eru hér á vefnum og á Facebook-síðu hans.

Viðburður fyrir æfinguna á Facebook.

Opin æfing 18. september 2024

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum