Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir næstkomandi sunnudag, 17. maí kl. 20:30. Að þessu sinni verða tónleikarnir eingöngu opnir styrktarfélögum kórsins.

Ásamt kórnum koma fram Hallveig Rúnarsdóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, píanóleikarar.

Á efnisskránni eru meðal annars Vorið eftir Edward Grieg og Ástarvalsar eftir Johannes Brahms. Þorsteinn Valdimarsson þýddi fimm af ljóðunum við valsana sem kammerkórinn flytur við fjórhentan undirleik. Hallveig Rúnarsdóttir syngur svo nokkrar perlur ásamt kórnum og við undirleik Ástríðar Öldu.

Húsið verður opnað klukkan 20:00 og boðið verður upp á kaffi og te.

Teiknimynd af sól með sólgleraugu

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum