Miðvikudaginn 3. desember klukkan 20:00 heldur Kammerkór Hafnarfjarðar sína árlegu jólatónleika á Hásölum, Hafnarfirði. Á efnisskránni er blanda af skemmtilegri og hátíðlegri jólatónlist. Að vanda mun kórinn skapa notalega jólastemmningu og tónleikagestum verður boðið upp á kaffi og konfekt.
Gestir kórsins á þessum tónleikum eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari.
Almennt miðaverð er 1500 kr. en 1000 kr. fyrir námsmenn og eldri borgara.
Sjá einnig auglýsingu hér.