Hinir árlegu jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldir í Hásölum miðvikudaginn 8. desember. Gestir kórsins á tónleikunum verða nýstofnuð barokksveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, og Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari, en þau eru bæði fyrrverandi félagar í kórnum. Á dagskránni eru m.a. jólakonsert Corellis og 61. kantata Bachs, Nun komm der Heiden Heiland, ásamt jólatónlist af ýmsu tagi. Í hléi verður tónleikagestum boðið upp á kaffi og konfekt.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og aðgangseyrir er 1200 kr. en 500 kr. fyrir nemendur.