Vel heppnuð aðventu- og jólatónleikatörn er nú að baki. Áður en kórinn fer í jólafrí verða þó tveir hefðbundnir viðburðir.

Á Þorláksmessu, 23. desember, verður farið í kyndilgöngu um miðbæ Hafnarfjarðar. Gangan hefst við Fríkirkjuna klukkan 19:30 og henni lýkur í Jólaþorpinu. Kórfélagar munu leiða sönginn í göngunni, samkvæmt venju síðustu ára.

Á aðfangadag, 24. desember, mun kórinn svo syngja við stutta helgistund á Kleppi, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Helgistundin hefst klukkan 14:00.

Fyrir þetta allt saman verður haldin æfing þriðjudaginn 18. desember. Á undan æfingunni verður haldinn fundur þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega utanlandsferð árið 2013 eða 2014. Fundurinn hefst klukkan 19:30 og verður æfingin í beinu framhaldi af honum.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum