Að loknum vel heppnuðum vortónleikum kammerkórsins í Hafnarfjarðarkirkju tekur nú við útrás til Þýskalands.

Að morgni hvítasunnudags, 8. júní, heldur kórinn af stað til Berlínar, þar sem dvalið verður við leik og störf til 12. júní.

Mánudaginn 9. júní, annan í hvítasunnu, verður sungið við messu í Dómkirkjunni í Berlín og hefst hún klukkan 10:00.

Síðar sama dag heldur kórinn tónleika í Maríukirkjunni í Berlín og hefjast þeir klukkan 15:30. Á þessum tónleikum verður efnisskrá tónleikanna frá 4. júní endurtekin.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum