Hin langþráða ársátíð Kammerkórs Hafnarfjarðar verður haldin næstkomandi laugardag, 17. mars, og hefst gleðin klukkan 19:00. Árshátíðarnefndin hefur unnið hörðum höndum undanfarnar vikur við að gera hátíðina sem glæsilegasta í alla staði og verður ekkert til sparað í þeim efnum.
En allt kostar þetta eitthvað. Svossum eins og 3000 krónur. Kórfélagar sem ekki eru búnir að borga árshátíðarmiðana fá tækifæri fram til þriðjudagsins 13. mars til að ganga frá greiðslunum.
Elfa, formaður skemmtinefndarinnar, gefur kórfélögum upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að leggja peninginn inn á.