Kórstarfið hófst aftur strax eftir páska með árangursríkri æfingu. Helgi kórstjóri mætti brúnn og sællegur úr páskaferðinni til Spánar. Við hin mættum misföl eftir páskaeggjaátið hér heima. Æfingar fara vel af stað og verður skemmtilegt að flytja efnisskrána sem fyrir okkur liggur. Kórmeðlimir hafa lofað að mæta vel á allar æfingar fram að tónleikum og því má vænta gífurlegrar stemmningar. Fylgist vel með.