Sökum mikillar aðsóknar á aðventu- og jólatónleika Kammerkórs Hafnarfjarðar er okkur sönn ánægja að tilkynna að líkt og í fyrra verða haldnir tvennir tónleikar.

Fyrri tónleikarnir verða haldnir þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20:00 og síðari tónleikarnir miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20:00.

Líkt og undanfarin ár verður sköpuð afslappandi og róleg kaffihúsastemmning með kertaljósum og hátíðlegum söng. Í hléi munu kórfélagar bjóða tónleikagestum upp á kaffi og konfekt.

Fyrir hlé verða flytur Kammerkórinn aðventu– og jólalög af ýmsu tagi.

„A Ceremony of Carols“ eftir Benjamin Britten verður svo flutt eftir hlé. Verkið samanstendur af 10 lögum við texta úr ýmsum áttum upphaflega samið fyrir drengjakór og hörpu. Britten samdi fyrstu kaflana árið 1942 og lauk við alla þættina ári síðar og var verkið frumflutt 4. desember 1943 í Wigmore Hall. Boosey & Hawkes fól svo Julius Harrison að útsetja verkið fyrir blandaðan kór og hörpu og verður sú útgáfa sungin á tónleikunum. Miðar við innganginn kosta 2.000 / 1.500 krónur.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum