Mánudagskvöldið 6. júní mun Kammerkór Hafnarfjarðar halda vortónleika sína. Þetta skiptið bera þeir yfirskriftina Á sumarkvöldi og eru haldnir í tengslum við Bjarta daga, listahátíð Hafnarfjarðarbæjar. Á efnisskránni verða lög úr ýmsum áttum til að fleyta velunnurum og öðrum vinum inn í sumarið. 

Tónleikarnir fara fram í Hásölum og hefjast kl. 20:00. 

Almennt miðaverð er 1000 kr. en 500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. 

Við minnum á að hægt er að gerast styrkarfélagi kórsins. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar um styrktaraðild.

Sjáumst glöð í bragði með sumar í hjarta á tónleikunum 6. júní í Hásölum.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum