Kammerkórinn er á hraðri leið til Vínar og mun halda tvenna tónleika um hvítasunnuhelgina, ásamt Guðmundi Sigurðssyni kantor Hafnarfjarðarkirkju. Hinir fyrri verða í Waisenhauskirche laugardaginn 10. maí kl. 15:00 og hinir síðari í St. Stephan í Tulln sunnudaginn 11. maí kl. 16:00. Kórinn mun einnig syngja við messu í Piaristenkirche í Krems að morgni hvítasunnudags.
Auk tónleikahalds mun kórinn kynna sér það helsta sem fyrir augu ber í Vínarborg, líta í óperuna og smakka á vínframleiðslu heimamanna.