Kammerkór Hafnarfjarðar heldur vortónleika í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 20:00.

Efnisskráin er fjölbreytt. Hún samanstendur af perlum úr smiðju Friðriks Bjarnasonar, ýmsum eftirlætislögum íslenskum, bæði þjóðlögum og nýrri tónsmíðum. Landið okkar, Fjörðurinn fagri, náttúran og lífið eru meðal yrkisefna.

Stjórnandi kórsins er Kári Þormar.

Miðaverð er 3000 kr en 2000 kr. fyrir eldri borgara.

Einnig er minnt á að hægt er að gerast styrktarfélagi kórsins. Fyrir 10.000 krónur fær styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook.

Kammerkór Hafnarfjarðar fyrir utan Fríkirkjuna í Hafnarfirði síðasta vetrardag, 24. apríl 2024

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum