Gaudete!

Haustið 1998 gaf Kammerkór Hafnarfjarðar út geisladiskinn Gaudete! með jólatónlist. Auk kórsins syngja og leika á diskinum Þórunn Guðmundsdóttir, sópran; Helga Loftsdóttir, mezzósópran; Gunnar Gunnarsson, þverflautuleikari; Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari; Lenka Mátéová, orgelleikari; Þröstur Þorbjörnsson, gítarleikari og Jón Björgvinsson, slagverksleikari.

Diskurinn fékk mikið lof gagnrýnenda, sem og annarra tilheyrenda, og hefur talsvert verið leikinn í útvarpi.

Hægt er að hlusta á diskinn á Spotify og á flestum betri streymisveitum.

Það nýjasta