Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar 2013 bera yfirskriftina Vorsöngvar. Að þessu sinni verður leitað fanga hjá Svíum, Norðmönnum, Dönum og Færeyingum. Einnig verða íslenskar kórperlur á efnisskránni.

Allir söngvarnir eru án undirleiks og fjalla þeir um fegurð vorsins, ástina og náttúruna.

Tónleikarnir verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 17:00 og í Hafnarborg, Hafnarfirði sunnudaginn 5. maí kl. 20:00.

Aðgangseyrir er 2000 krónur en 1500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara.

Við tökum einnig við nýjum styrktarfélögum. Fyrir 6.000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á þrenna tónleika kórsins. Á þann hátt fær styrktarfélaginn hvern miða á 1.000 krónur. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum