Starfsemin verður með minna móti nú í maí, að loknum vel heppnuðum tónleikum í Norðurljósasal Hörpu.
Miðvikudagana 2., 9. og 16. maí verða engar æfingar.
En miðvikudaginn 23. maí verður stutt æfing og hittingur á venjulegum æfingatíma, þar sem kórfélagar verða upplýstir um verkefni næsta vetrar.
Þá gefst einnig tækifæri til að skila nótum úr möppunum.