Á vortónleikum miðvikudaginn 12. maí nk. flytja Kammerkór Hafnarfjarðar, Kór Öldutúnsskóla ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum tvær messur eftir Gabriel Fauré, nefnilega sálumessuna (requiem) og stytta messu (messe basse). Auk þess verður flutt mótettan Heill þér himneska orð, einnig eftir Fauré.