Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar
Lögin Hans Friðriks – og fleiri íslensk lög
Hafnarfjarðarkirkju 7. maí 2024 kl. 20:00
Stjórnandi: Kári Þormar
Efnisskrá
Hafið bláa
Friðrik Bjarnason
Texti: Örn Arnarson
Fyr var oft í koti kátt
Friðrik Bjarnason
Texti: Þorsteinn Erlingsson
Klukkurnar kalla
Friðrik Bjarnason
Texti: Jakob Jóhannesson Smári
Land míns föður
Verðlaunaljóð 17. júní 1944
Þórarinn Guðmundsson
Texti: Jóhannes úr Kötlum
Ég beið þín lengi, lengi
Úr Gullna hliðinu
Páll Ísólfsson
Texti: Davíð Stefánsson
Hættu að gráta hringaná
Íslenskt þjóðlag
Útsetning: Hafliði Hallgrímsson
Texti: Jónas Hallgrímsson
Heiðarnar bíða
Friðrik Bjarnason
Texti: Snorri Hjartarsson
Friðrik Sjöundi
Danskt-Íslenskt þjóðlag
Útsetning: Jón Ásgeirsson
Veröld fláa
Íslenskt þjóðlag
Útsetning: Jón Ásgeirsson
Texti: Rósa Guðmundsdóttir
Enginn grætur Íslending
Hróðmar I. Sigurbjörnsson
Texti: Jónas Hallgrímsson
Hver á sér fegra föðurland
Verðlaunalag 17. júní 1944
Emil Thoroddsen
Texti: Hulda
Stóðum tvö í túni
Íslenskt þjóðlag
Þjóðvísa
Útsetning: Hjálmar H. Ragnarsson
Hér undir jarðar hvílir moldu
Grafskrift
Íslenskt þjóðlag
Útsetning: Hjálmar H. Ragnarsson
Hvíl mig rótt
Friðrik Bjarnason
Texti: Benedikt Þ. Gröndal
Hún hét Abba-labba-lá
Friðrik Bjarnason
Texti: Davíð Stefánsson
Hafnarfjörður
Friðrik Bjarnason
Texti: Guðlaug Pétursdóttir
Um heiðurshjónin Friðrik Bjarnason og Guðlaugu Pétursdóttir
Kammerkórinn fékk styrk úr sjóði Friðriks og Guðlaugar haustið 2023. Segja má að Friðrik hafi verið heimaskáld Hafnarfjarðar og þau hjónin mynduðu saman sterkar stoðir fyrir tónlistar- og menningarlíf bæjarins.
Friðrik var farkennari og orgelleikari, fæddur á Stokkseyri en settist að í Hafnarfirði. Hann varð orgelleikari við Hafnarfjarðarkirkju en hafði áður starfað við Garðakirkju og Fríkirkjuna. Friðrik var burðarás í söngmennt í Hafnarfirði, hann stofnaði nokkra kóra, þar á meðal Karlakórinn Þresti árið 1912. Friðrik kenndi söng, m.a. við Flensborgarskóla og þjálfaði eins og áður sagði kirkjukór og ýmsa sönghópa.
Friðrik var einn af hvatamönnum þess að stofnað var Tónlistarfélag Hafnarfjarðar árið 1946. Félagið stuðlaði að fjölbreyttu tónleikahaldi í Hafnarfirði en hafði síðar forgöngu að því að hafin var tónlistarkennsla á þess vegum og að stofnaður var Tónlistarskóli Hafnarfjarðar haustið 1950.
Meðal þekktari laga Friðriks eru „Í Hlíðarendakoti“, „Sigling“ (Hafið bláa hafið), „Söngur sáðmannsins“, „Jólasveinar ganga um gólf“ svo eitthvað sé nefnt en Friðrik samdi einnig, ásamt eiginkonu sinni Guðlaugu Pétursdóttur, lagið „Hafnarfjörður“ sem enn er sungið í Hafnarfirði.
Hjónin Friðrik og Guðlaug arfleiddu Hafnarfjarðarbæ að mestöllum eigum sínum og settu skilyrði um að bækur, nótur, nótnahandrit og fleira skyldu varðveitt í Bókasafni Hafnarfjarðar. Þar var stofnuð sérstök Friðriksdeild sem hefur vaxið og dafnað.
Kórinn syngur að þessu sinni hluta af lögum Friðriks. Í maí er á dagskrá að syngja fyrir eldri borgara bæjarins til að launa frekar fyrir hlotinn styrk sem er mikilvægur fyrir rekstur kórsins.
Kammerkór Hafnarfjarðar
Alma Jónsdóttir
Arnþrúður Þórarinsdóttir
Atli Týr Ægisson
Ágústa Ingibjörg Arnardóttir
Björg Pétursdóttir
Charlotta Oddsdóttir
Davíð Geirsson
Einar Hjaltason
Elín Þórarinsdóttir
Fífa Konráðsdóttir
Guðmundur Skúli Hartvigsson
Gunnar Ólafsson
Halla Sigrún Sigurðardóttir
Hekla Arnardóttir
Ingibjörg Arnardóttir
Ingólfur Hartvigsson
Katrín Auðunardóttir
Kjartan Ólafsson
Oddgeir Gunnarsson
Orri Jónsson
Pálín Dögg Helgadóttir
Pétur Nói Stefánsson
Svanhvít Daðey Pálsdóttir
Sveinbjörg Halldórsdóttir
Telma Hlín Helgadóttir