Sunnudagskvöldið 29. maí mun Kammerkór Hafnafjarðar gramsa í nótnasafni sínu og flytja nokkur af uppáhaldslögum sínum, ný og gömul. Lögin eru af öllum stærðum og gerðum, rómantísk, dramatísk, gamansöm og allt að því drepfyndin. Létt og skemmtileg dagskrá sem enginn má láta fram hjá sér fara. Tónleikarnir fara fram í Hásölum – Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hefjast klukkan 20.00. Aðgangseyrir er 2.000 (1.500 fyrir eldri borgara og námsmenn)