Næstu tónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg sunnudaginn 15. mars, undir yfirskriftinni Stolin stef. Lögin sem sungin verða á tónleikunum eru öll útsett af Gunnari Gunnarssyni, píanóleikara.
Efnisskráin samanstendur af öllu frá sálmum yfir í djassskotnar dægurlagaútsetningar. Um helmingur laganna er eftir Tómas R. Einarsson, bassaleikara. Því þykir við hæfi að Gunnar og Tómas verði gestahljóðfæraleikarar kórsins á þessum tónleikum.
Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur.
Við minnum einnig á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi Kammerkórsins. Fyrir 6000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fær styrktarfélagi hvern miða á 1000 krónur. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.