Sú gríðarlega flóra tónlistar sem er til staðar í Bandaríkjunum í dag er að mestu leiti að þakka þeirri tónlistarhefð sem svartir þrælar höfðu með sér frá Afríku. Þrælasalar náðu sér í fórnarlömb vítt og breytt um Afríku. Fangarnir gátu ekki tekið neina hluti með sér en það sem þeir gátu tekið með sér var sú hefð og menning sem var þeim í blóð borinn.

Það var tónlistin sem styrkti og huggaði hina svörtu þræla í gegnum hina erfiðu og löngu þrautargöngu þrælahalds. Fólkið dansaði og söng og spilaði á hljóðfæri. Og þrátt fyrir að hinir hvítu litu ekki á hina svörtu þræla sem jafninga þá er ljóst að sú tónlistarhefð sem hinir svörtu afríkubúar tóku með sér til Ameríku hafði að endingu gríðarleg áhrif á alla tónlistarmenningu heimsins.

Sálmarnir eru hin eiginlega rót sem gospel-tónlist, blues, jazz og seinna rock og síðan öll dægurtónlist  byggja á.

Kammerkór Hafnarfjarðar ásamt Kristjönu Stefánsdóttur, söngkonu, Kjartani Valdemarssyni, píanóleikara, Kristni Snæ Agnarsyni, slagverksleikara og Jóni Rafnssyni, kontrabassaleikara verða með tónleika í Norðurljósasal Hörpu þar sem einungis verða fluttir sálmar bandarískra blökkumanna.

Tónleikarnir eru sunnudaginn 29. apríl kl. 16.00 og er hægt að kaupa miða á harpa.is.

Við minnum einnig á að hægt er að gerast styrktarfélagi kammerkórsins. Fyrir 6.000 krónur fær styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum