Sunnudaginn 20. febrúar kl. 20:00 munu Kammerkór Hafnarfjarðar og Stórsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu flytja Sacred Concert eftir Duke Ellington. Þessi útgáfa verksins er í tíu köflum sem John Høybye og Peder Pedersen völdu úr upphaflegu konsertum Dukes, sem voru þrír talsins.