Miðvikudaginn 3. október kl. 19:30 munu Kammerkór Hafnarfjarðar og Stórsveit Hafnarfjarðar ásamt Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur söngkonu flytja Sacred Concert eftir Duke Ellington. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju. Stjórnandi á tónleikunum er Stefán Ómar Jakobsson.

Þessi útgáfa verksins er í tíu köflum sem John Høybye og Peder Pedersen völdu úr upphaflegu konsertum Dukes, sem voru þrír talsins.

Almennt miðaverð er 2500 krónur en 2000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara.

Einnig er minnt á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi. Fyrir 6500 krónur fær styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum