Kammerkór Hafnarfjarðar heldur vortónleika sína í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 20:00.

Viðfangsefnið að þessu sinni eru kórverk norrænna tónskálda frá Færeyjum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Álandi, landi Samanna og Íslandi.

Á tónleikunum mun Guðmundur Sigurðsson, organisti, leika nokkur orgelforspil. Stjórnandi kammerkórsins er sem fyrr Helgi Bragason.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 krónur, en 1500 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara.

Við tökum einnig við nýjum styrktarfélögum. Fyrir 6000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á næstu þrenna tónleika kórsins. Á þann hátt fær styrktarfélaginn hvern miða á 1.000 krónur. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum