Í tilefni 75 ára afmælis Landssambands blandaðra kóra verður efnt til kórahátíðar í Hörpu dagana 19.-20.október. Kammerkór Hafnarfjarðar tekur þátt í hátíðinni ásamt 22 öðrum kórum.
23 kórar syngja fyrir gesti og gangandi í Hörpu kl. 13:30-17:00 laugardaginn 19. október í Norðurljósum og víðs vegar um Hörpu. Kammerkórinn verður með tónleika í Norðurljósum kl. 15:20 og í Hörpuhorni kl. 16:15. Aðgangur á þessa tónleika er ókeypis.
Síðari dag hátíðarinnar, sunnudaginn 20. október kl. 15:00, sameinast þátttakendur, samtals um 850 kórsöngvarar og syngja á hátíðartónleikum í Eldborg. Kórarnir flytja þar eigin dagskrá og sameinast svo allir í þjóðsöngnum og 4 perlum íslenskra kórbókmennta – og er þá tónleikagestum boðið að taka undir! Á tónleikunum verður frumflutt kórverk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Aðalstjórnandi hátíðarinnar er einn þekktasti kórstjóri Norðurlanda, Robert Sund.
Miðaverð á hátíðartónleika sunnudagsins er frá 3200 – 3700 kr. Hægt er að kaupa miða í gegnum heimasíðu Hörpu.
Nánari upplýsingar um kórahátíðina og LBK er hægt að nálgast á heimasíðu sambandsins.