Jóla- og aðventutónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum dagana 4. og 5. desember kl. 20:00. 

Á tónleikunum verður flutt jólatónlist og önnur hátíðleg tónlist. Að vanda verður tónleikagestum boðið upp á kaffi og konfekt í hléi. Gestir kórsins verða Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari og Gunnar Gunnarsson flautuleikari. 

Almennt miðaverð er 1500 kr. en 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum