Aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desember kl. 20:00 í Hásölum, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Fluttar verða kórperlur og Misa Criolla eftir Ariel Ramirez fyrir sex manna hljómsveit og einsöng.

Gissur Páll Gissurarson, tenór, syngur einsöngshlutverkið.

Aðgangseyrir er 1500 krónur, en 1000 krónur fyrir eldri borgara og námsmennn.

Upphaf aðventu í rólegheitum - Kammerkór Hafnarfjarðar

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum