Undanfarið hefur Kammerkór Hafnarfjarðar verið að æfa sköpunina eftir Haydn. Þetta verkefni er í samstarfi við Kór Bústaðakirkju og nokkra einstaklinga héðan af höfuðborgarsvæðinu. Í júní verður síðan farið norður í Mývatnssveit og verkið sungið ásamt Akureyringum, Egilstöðungum og Þingeyingum. Undirleikari er Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þegar þessu verkefni lýkur þá tekur Kammerkórinn sér leyfi fram á haustið en hefst þá handa við að æfa nokkur spennandi verkefni sem verða kynnt síðar hér á vefnum sem og á öðrum vettvangi.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum