Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar 2016 bera yfirskriftina Fuglar og fiðrildi og aðrir vorboðar.
Sunnudaginn 1. maí verða þeir haldnir í Vinaminni á Akranesi og hefjast klukkan 17:00. Aðgangur er ókeypis.
Viku síðar, sunnudaginn 8. maí verða þeir haldnir í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan 20:00. Miðaverð er 2000 krónur en 1500 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara.
Á tónleikunum verða fluttir vorboðar af ýmsum toga, allt frá frönskum madrígölum til laga eftir Billy Joel og Bítlana.
Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.