Vel heppnaðri aðventu- og jólatónleikatörn er nú lokið. En því fer fjarri að kórinn sé kominn í jólafrí, því ýmislegt er framundan í desember. 

Laugardaginn 3. desember verða haldin Syngjandi jól í Hafnarborg. Þá koma saman 24 kórar sem samanstanda af söngfólki á öllum aldri. Kammerkórinn syngur klukkan 16:40-17:00.

Á Þorláksmessukvöld, 23. desember, verður farið í kyndilgöngu um miðbæ Hafnarfjarðar. Lagt verður af stað frá Fríkirkjunni kl. 19:30 en göngunni lýkur í Jólaþorpinu. Kórfélagar munu leiða sönginn í göngunni samkvæmt venju síðustu ára.

Á aðfangadag, 24. desember, mun kórinn svo syngja í sjúkrahúsmessu á Kleppi, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Helgistundin hefst klukkan 14:00 á aðfangadag.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum