Þá er lokaspretturinn fyrir Mývatnsferðina að hefjast. Fyrstu einsöngvararnir munu mæta á æfinguna í kvöld og þá ríður á að kórinn kunni sinn part vel. Búið er að fara yfir alla kórkaflana á æfingum, svo ef einhverjir hafa misst af æfingum þurfa þeir sjálfir að lesa það upp.
Pálína er búin að útbúa formlega dagskrá fyrir ferðina, svo enginn ætti að velkjast í vafa um tímasetningar, klæðnað eða annað þess háttar. Dagskrána má sækja hér.
Athugið að tilkynna þarf þátttöku í hátíðarkvöldverðinum til Pálínu í síðasta lagi á æfingunni á miðvikudaginn.