Það væri til lítils að vera í þessum kór ef það væri bara fyrir sönginn. Söngurinn er vissulega stór partur af þessu öllu saman, en menn verða líka að kunna að skemmta sér. Og til að kórfélagar fái útrás fyrir skemmtanaþörfina verður haldin árshátíð fljótlega. Kórfélagar eru því vinsamlegast beðnir um að taka frá laugardagskvöldið 17. mars, en það er einmitt kvöldið sem gleðskapurinn fer fram.

Elfa og félagar í skemmtinefndinni munu veita kórfélögum nánari upplýsingar og fyrirmæli þegar nær dregur.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum