Árshátíð Kammerkórs Hafnarfjarðar verður haldin laugardaginn 21. febrúar í Bjarkahúsinu að Haukahrauni í Hafnarfirði. (Sjá á korti). Gleðskapurinn hefst klukkan 19:00.
Hver kórfélagi kemur með veitingar til að setja á sameiginlegt hlaðborð. Matarval er frjálst, en gott er að hafa í huga að um einskonar kvöldmat er að ræða. Einnig skal hver og einn koma með sína eigin drykki.
Þema árshátíðarinnar að þessu sinni eru hattar og höfuðföt.
Á árshátíðinni verður sýnt myndband frá Berlínarferðinni síðasta sumar. Einnig má gera ráð fyrir öðrum skemmtiatriðum.
Makar eru hjartanlega velkomnir, sem og gítarar og önnur hljóðfæri.