Laugardaginn 8. mars næstkomandi ætla kórfélagar að hittast, taka sér frí frá hefðbundnum kórsöng, skemmta sér saman og fagna viðburðaríku og frábæru söngári. Já, það er komið að árshátíðinni 2014. Hún verður að þessu sinni með örlítið breyttu sniði miðað við undanfarin ár. Aðgangur er ókeypis, en hver kórfélagi þarf að mæta með veitingar til að setja á sameiginlegt hlaðborð.
Árshátíðin verður haldin að Brekkuási 16 í Hafnarfirði (Heima hjá Möggu – sjá á korti). Húsið verður opnað klukkan 20:00 og hefst dagskráin klukkan 20:30.
Makar eru hjartanlega velkomnir, sem og gítarar og önnur hljóðfæri.
Mætum og höfum gaman saman.