Ágæti lesandi. Í kvöld mun Kammerkór Hafnarfjarðar halda sína árlegu aðventu- og jólatónleika í Hásölum, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Á efnisskránni eru jólalög, lög af trúarlegum og veraldlegum toga. Við erum ekki ein á ferð því með okkur eru listamenn á heimsmælikvarða. Jón Svavar Jósefsson baritón syngur og Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur á píanó. Við hlökkum til að sjá þig á tónleikunum. Aðgangseyrir er 2.000 krónur (1.500 fyrir námsmenn og eldri borgara).

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum