Hátíð ber að höndum bjarta,
hverfur undan myrkrið svarta,
glaðna tekur guðhrædd þjóð,
geislum lýsist hugarslóð.

Aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum mánudaginn 2. desember og þriðjudaginn 3. desember kl. 20.00.

Í þetta sinn flytur Kammerkórinn úrval aðventu- og jólalaga og lofar að koma öllum í hátíðarskap.

Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir eldri borgara.

Við minnum einnig á að alltaf er tekið við nýjum styrktarfélögum. Fyrir 6.000 krónur fær styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fæst hver miði á 1.000 krónur. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.

Það nýjasta

Deila á samfélagsmiðlum