Laugardaginn 1. desember tekur Kammerkórinn þátt í Afmælissöng Landssambands blandaðra kóra. Afmælissöngurinn fer fram í Hörpuhorni í Hörpu og stendur yfir frá kl. 13:30 til 17:00. Kammerkórinn verður á dagskránni um kl. 14:00.
Tólf kórar koma fram þennan dag og syngur hver kór 15 mínútna dagskrá að eigin vali. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að staldra við lengur eða skemur yfir tónleikatímann.
Afmælissöngurinn er einnig liður í alþjóðlegum degi kórsöngs, World Choral Day, sem alþjóðlegu kórasamtökin IFCM standa að.