Kammerkór Hafnarfjarðar heldur vortónleika í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 20:00.
Á efnisskránni eru íslensk og erlend kórverk allt frá miðöldum fram til dagsins í dag.
Þetta eru seinni tónleikar kórsins sem haldnir verða hér á landi þetta vorið. Í júní heldur kórinn svo til Barcelona og syngur sömu efnisskrá í Sagrada Familia og í Santa Maria del Pi.
Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.
Almennt miðaverð er 2500 kr. en 1500 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.
Einnig er minnt á að hægt er að gerast styrktarfélagi kórsins. Fyrir 6500 krónur fá styrktarfélagar tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fæst miðinn á rétt rúmlega 1000 krónur. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.