Nú er komið að því að kórfélagar fái útrás fyrir skemmtanaþörf sína því að árshátíð kammerkórsins er á næsta leyti. Hún verður haldin laugardaginn 2. febrúar á sama stað og á síðasta ári, þ.e. í Bjarkarsalnum að Haukahrauni í Hafnarfirði (gengið inn frá suðurhlið hússins, næst leikskólanum Bjarma). (Sjá á korti).
Húsið verður opnað klukkan 19:00 og hefst borðhald klukkan 19:30. Skemmtinefndin hefur lagt nótt við dag við að gera hátíðina sem glæsilegasta. Andi Woodstock-hátíðarinnar og hippatímabilsins mun svífa yfir vötnum auk þess sem kórfélagar munu bjóða upp á úrvalsskemmtiatriði.
En allt kostar þetta eitthvað smáræði. Kórfélagar (og makar sem vilja koma með) þurfa að borga 3.250 krónur fyrir herlegheitin. Gjaldið þarf að borga í síðasta lagi þriðjudaginn 29. janúar. Elfa Sif, formaður skemmtinefndarinnar gefur upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að leggja upphæðina inn á.
Frjáls og blómleg skemmtun.
Ást, friður og rokk og ról.