Nú fer að líða að tónleikaröð Kammerkórs Hafnarfjarðar síðari hluta mars þar sem þrennir tónleikar verða haldnir á mismunandi stöðum. Þar verða fluttir madrígalar eftir marga af helstu madrígalahöfundum tónbókmenntanna.
Í sumar liggur fyrir að stór hluti Kammerkórsins fari norður í Mývatnssveit að syngja Sköpunina eftir Haydn ásamt fjölmörgum öðrum söngfuglum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Fyrir þá sem eru fyrir norðan eða eru á ferð norðanlands 11. – 13. júní þá er tilvalið að skella sér á eðaltónleika.