Carmina Burana

Carmina Burana - tónleikar 6. apríl 2025

Tónleikar í þróttahúsinu Strandgötu, Hafnarfirði
Sunnudaginn 6. apríl 2025 kl. 17:00.

  • Kammerkór Hafnarfjarðar
  • Ungmennakórinn Bergmál
  • Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju
  • Kór Öldutúnsskóla
  • Bryndís Guðjónsdóttir, sópran
  • Þorsteinn Freyr Sigurðsson, tenór
  • Jón Svavar Jósefsson, bariton
  • Stjórnandi: Kári Þormar

Íslensk þýðing: Hjörvar Pétursson

Fortuna imperatrix mundi / Forsjón, drottning heimsins

1. O Fortuna 1. Ó, forsjón
O Fortuna,
velut luna
statu variabilis,
semper crescis
aut decrescis;
vita detestabilis
nunc obdurat
et tunc curat
ludo mentis aciem,
egestatem,
potestatem
dissolvit ut glaciem.-Sors immanis
et inanis,
rota tu volubilis,
status malus,
vana salus
semper dissolubilis,
obumbrata
et velata
michi quoque niteris;
nunc per ludum
dorsum nudum
fero tui sceleris.

Sors salutis
et virtutis
michi nunc contraria,
est affectus
et defectus
semper in angaria.
Hac in hora
sine mora
corde pulsum tangite;
quod per sortem
sternit fortem,
mecum omnes plangite!

Ó, forsjón!
Líkt og tunglið
ertu síhverful,
ýmist vaxandi
eða minnkandi.
Andstyggilegt líf:
fyrst undir ofríki
og svo mildað
eins og verkast vill,
fátækt
og ríkidómur
bráðna sem ís.-Voldugt
og innantómt
snýst þú gæfuhjól,
fullt illkvittni.
Velferð er hégómi
sem gufar ætíð upp.
Hulið skuggum
og dulum
hrjáirðu einnig mig.
Í þessum leik
bera ég bak mitt
hamsleysi þínu.

Jafnt í heilsu
sem dyggð
er forsjónin mér andsnúin,
ég er útkeyrður
og sligaður
í eilífum þrældómi.
Svo nú skal
án tafar
snerta titrandi strengi.
Hvar sem forsjóninni
lýstur niður
skulu allir gráta með mér!

2. Fortune plango vulnera 2. Ég græt benjar gæfunnar
Fortune plango vulnera
stillantibus ocellis,
quod sua michi munera
subtrahit rebellis.
Verum est, quod legitur
fronte capillata,
sed plerumque sequitur
Occasio calvata.-In Fortune solio
sederam elatus,
prosperitatis vario
flore coronatus;
quicquid enim florui
felix et beatus,
nunc a summo corrui
gloria privatus.-

Fortune rota volvitur:
descendo minoratus;
alter in altum tollitur;
nimis exaltatus
rex sedet in vertice
caveat ruinam!
nam sub axe legimus
Hecubam reginam.

Ég græt benjar gæfunnar
með tár í augum,
því þær gjafir sem hún færði mér
hrifsaði hún til baka.
Sannlega stendur skrifað
að hún sé fagurhærð
en er grípa þurfi tækifærið
sé hún sköllótt.-Í hásæti gæfunnar
sat ég hreykinn,
hinum fjölskrúðugustu
blómum krýndur.
Þó ég hafi dafnað vel
hamingjusamur og blessaður
fell ég nú úr sessi
rúinn dýrð.-

Gæfuhjólið snýst:
ég fell í skömm,
öðrum er hreykt hátt.
Allt of hátt
situr konungur í hásæti.
Megi hann óttast tortímingu!
Því undir öxlinum stendur skrifað
nafn Hekúbu* drottningar.

  • Hekúba var drottning Tróju. Að loknu Trójustríðinu endaði hún ævina sem þræll Grikkja.

Primo vere / Vor

3. Veris leta facies 3. Gleðiríkt andlit vorsins
Veris leta facies
mundo propinatur,
hiemalis acies
victa iam fugatur,
in vestitu vario
Flora principatur,
nemorum dulcisono
que cantu celebratur.-Flore fusus gremio
Phebus novo more
risum dat, hoc vario
iam stipate flore.
Zephyrus nectareo
spirans in odore;
certatim pro bravio
curramus in amore.-

Cytharizat cantico
dulcis Philomena,
flore rident vario
prata iam serena,
salit cetus avium
silve per amena,
chorus promit virginum
iam gaudia millena.

Gleðiríkt andlit vorsins
brosir við heiminum.
Harður veturinn flýr
með skott milli fóta.
Skrýddur litadýrð
drottnar Föbus*
yfir ríki sínu.
Ljúfum rómi syngur
skógurinn honum lof.-Í fangi Flóru hvílir
Föbus enn á ný,
brosandi, litskrúðugum
blómum skrýddur.
Zefýr* andar
nektarþrungnum blæ.
Keppumst um
verðlaun ástarinnar!-

Hörpu líkum rómi syngur
hin ljúfa svala*.
Í blómafjöld
kætast engin.
Fuglaskari hefur sig
til flugs yfir þýðan skóg.
Meyjakór lofar
þúsundfaldri sælu.

  • Föbus vísar til gríska guðsins Appolós – guðs sólarinnar.
  • Flóra var rómversk gyðja gróandans og vorsins.
  • Zefýr var hinn gríski guð vestanvinda vorsins.
  • Philomena var goðsöguleg persóna sem guðirnir breyttu í svölu.
4. Omnia Sol temperat 4. Allt vermir sólin
Omnia Sol temperat
purus et subtilis,
novo mundo reserat
faciem Aprilis;
ad Amorem properat
animus herilis
et iocundis imperat
deus puerilis.-Rerum tanta novitas
in solemni vere
et veris auctoritas
iubet nos gaudere;
vias prebet solitas,
et in tuo vere
fides est et probitas
tuum retinere.-

Ama me fideliter!
fidem meam nota:
de corde totaliter
et ex mente tota
sum presentialiter
absens in remota;
quisquis amat taliter,
volvitur in rota.

Allt vermir sólin,
hrein og mild,
opinberar nýjum heimi
andlit apríl.
Til ásta örvast
mannsins sál
og yfir gleðinni
ríkir bernskur guð.-Öll þessi endurfæðing
í gleði vorsins
og vorsins krafti
býður okkur að gleðjast.
Hún sýnir okkur kunnar slóðir
og í vori þínu
er þér rétt og skylt
að halda þínu.-

Elska mig staðfastlega,
sjá hve ég er trúr:
af öllu hjarta mínu
og allri sálu minni
er ég með þér
jafnvel þótt ég sé víðs fjarri.
Hver sá sem elskar svo heitt
snýst á gæfuhjólinu

5. Ecce gratum 5. Sjá geðþekkt vorið
Ecce gratum
et optatum
Ver reducit gaudia;
Purpuratum
floret pratum,
Sol serenat omnia.
Iam iam cedant tristia!
Estas redit,
nunc recedit
Hyemis sevitia.-Iam liquescit
et decrescit
grando, nix et cetera;
bruma fugit,
et iam sugit
Ver Estatis ubera;
illi mens est misera,
qui nec vivit,
nec lascivit
sub Estatis dextera.-

Gloriantur
et letantur
in melle dulcedinis,
qui conantur
ut utantur
premio Cupidinis;
simus jussu Cypridis
gloriantes
et letantes
pares esse Paridis.

Sjá, geðþekkt
og langþráð
vorið færir gleði á ný.
Fjólublá
skrýðast engin.
Sólin lýsir allt upp.
Nú er sorgum lokið!
Sumarið snýr aftur.
Nú dregur úr
heljartökum vetrar.-Nú bráðna
og hverfa
ís, snjór og annað,
vetur flýr
og nú sýgur
vorið brjóst sumars.
Blauður er sá
sem hvorki lifir
né girnist
í ríki sumarsins.-

Þau fagna
og gleðjast
í sætleik hunangs
sem leitast við
að njóta
launa Kúpíðs*:
að skipun Afródítu*
skulum við fagna
og gleðjast yfir að vera
jafnokar París*.

  • Cupid (einnig kallaður Amor) var rómverski ástarguðinn og jafngilti hinum gríska Erosi.
  • Hér er vísað til kýpversku ástargyðjunnar Afródítu.
  • París frá Tróju var dauðlegur maður sem fékk að skera úr um það hver gyðjanna væri fegurst: Hera, stríðsgyðjan Pallas Aþena eða ástargyðjan Afródíta, sem hann lýsti fegursta eftir að hún beraði sig fyrir honum. Að launum veitti Afródíta honum ástir Helenu hinnar fögru (sem síðar leiddi til Trójustríðsins).

Uf dem anger / Á enginu

6. Tanz 6. Dans
Hljómsveit
7. Floret silva nobilis 7. Hinn eðli skógur springur út
Floret silva nobilis
floribus et foliis.-Ubi est antiquus
meus amicus?
Hinc equitavit!
Eia, quis me amabit?-

Floret silva undique,
nah mime gesellen ist mir we.Gruonet der walt allenthalben,
wa ist min geselle alse lange?
Der ist geritten hinnen,
o wi, wer sol mich minnen?

Hinn eðli skógur springur út
í blóma- og laufskrúði.-Hvar er sá sem
ég unni forðum?
Hann er riðinn burt.
Eia! Hver vill elska mig?-

Gervallur skógurinn springur út.
Ég sakna elskhuga míns.Gervallur skógurinn grænkar.
Hvað tefur elskhuga minn?
Hann er riðinn burt.
Æ mig auma! Hver vill elska mig?

8. Chramer, gip die varwe mir 8. Kaupmaður, gef mér lit
Chramer, gip die varwe mir,
die min wengel roete,
amit ich die jungen man
an ir dank der minnenliebe noete.
Seht mich an,
jungen man!
Lat mich iu gevallen!-Minnet, tugentliche man,
minnecliche frouwen!
Minne tuot iu hoch gemout
unde lat iuch in hohen eren schouwen.
Seht mich an,
jungen man!
Lat mich iu gevallen!-

Wol dir, Werlt, daz du bist
also freudenriche!
Ich wil dir sin undertan
durch din liebe immer sicherliche.
Seht mich an,
jungen man!
Lat mich iu gevallen!

Kaupmaður, gef mér lit,
til að rjóða í kinnar mínar
svo ég geti fengið unga menn
nauðuga viljuga til að elska mig.
Líttu á mig,
ungi maður!
Lof mér að þóknast þér!-Elskaðu, góði maður
konur sem eru ástar verðar!
Ást auðgar anda þinn
og heldur þér í góðum metum.
Líttu á mig
ungi maður!
Lof mér að þóknast þér!-

Lof sé þér, veröld,
svo gleðiríkri!
Ég mun vera þér trú
vegna ástar þinnar.
Líttu á mig,
ungi maður!
Lof mér að þóknast þér!

9. Reie 9. Hringdans
Swaz hie gat umbe,
daz sint allez megede,
die wellent an man
alle disen sumer gan!-Chume, chum, geselle min,
ih enbite harte din.-

Suzer rosenvarwer munt,
chum un mache mich gesunt,

Swaz hie gat umbe,
daz sint allez megede,
die wellent an man
alle disen sumer gan!

Þær sem stíga hringdans
eru upp til hópa yngismeyjar.
Þær ætla að vera karlmannslausar
í allt sumar!-Komdu, komdu, ástin mín.
Ég þrái þig.-

Sæti rósrauði munnur,
komdu og læknaðu mig.

Þær sem stíga hringdans
eru upp til hópa yngismeyjar.
Þær ætla að vera karlmannslausar
í allt sumar!

10. Were diu werlt alle min 10. Ef allur heimurinn væri minn
Were diu werlt alle min
von deme mere unze an den Rin,
des wolt ih mih darben,
daz diu chünegin von Engellant
lege an miner armen.
Ef allur heimurinn væri minn
milli sjávar og Rínar
myndi ég neita mér um hann
fyrir Englandsdrottningu
hvílandi í faðmi mér.

In taberna / Á kránni

11. Estuans interius 11. Ég brenn að innan
Estuans interius
ira vehementi
in amaritudine
loquor mee menti:
factus de materia,
cinis elementi
similis sum folio,
de quo ludunt venti.-Cum sit enim proprium
viro sapienti
supra petram ponere
sedem fundamenti,
stultus ego comparor
fluvio labenti,
sub eodem tramite
nunquam permanenti.-

Feror ego veluti
sine nauta navis,
ut per vias aeris
vaga fertur avis,
non me tenent vincula,
non me tenet clavis,
quero mihi similes
et adiungor pravis.

Mihi cordis gravitas
res videtur gravis;
iocus est amabilis
dulciorque favis;
quicquid Venus imperat,
labor est suavis,
que nunquam in cordibus
habitat ignavis.

Via lata gradior
more iuventutis,
inplicor et vitiis
immemor virtutis,
voluptatis avidus
magis quam salutis,
mortuus in anima
curam gero cutis.

Ég brenn að innan,
logandi af heift.
Beiskjufullur
segi ég við hjarta mitt:
af efni skapaður,
úr dufti frumefnanna,
er ég sem lauf
á vængjum vinda.-Ef það er siður
viturra manna
að byggja sér
hús á bjargi
þá er ég fífl, líkt og
bylgjandi fljót
sem á leið sinni
tekur engum breytingum.-

Mig rekur líkt og
stjórnlaust skip
og í forsal vinda er ég
eins og léttur fugl á flugi.
Fjötrar binda mig ekki,
lásar halda mér ekki.
Ég sækist í mér um líka
og geng í lið með óhræsum.

Þyngd hjarta míns
sligar mig.
Það er ánægjulegt að gantast
og sætara en hunang.
Hvað sem Venus* krefst
er mér ljúft og skylt að veita.
Henni dvelst aldrei
í lötu hjarta.

Ég geng hinn breiða veg
eins og ungdóms er siður.
Ég læt undan löstum
og hirði ekki um dyggð.
Ég sæki í holdsins lystisemdir
frekar en frelsun andans.
Sál mín er dauð
svo ég annast um holdið.

  • Rómverska ástargyðjan
12. Cignus ustus cantat 12. Söngur svansins á teininum
Olim lacus colueram,
olim pulcher extiteram,
dum cignus ego fueram.-Miser, miser
modo niger
et ustus fortiter!-

Girat, regirat garcifer;
me rogus urit fortiter;
propinat me nunc dapifer.

Miser, miser
modo niger
et ustus fortiter!

Nunc in scutella iaceo,
et volitare nequeo,
dentes frendentes video.

Miser, miser
modo niger
et ustus fortiter!

Eitt sinn lifði ég á vötnum.
Eitt sinn var ég fagur,
er ég var svanur.-Æ, mig auman!
Orðinn svartur
og krauma af krafti!-

Matsveinninn snýr mér á teini.
Ég brenn af krafti á bálinu.
Þjónninn færir mig upp á fat.

Æ, mig auman!
Orðinn svartur
og krauma af krafti!

Nú ligg ég á fati
og flýg ei meir.
Ég sé glitta í tennur…

Æ, mig auman!
Orðinn svartur
og krauma af krafti!

13. Ego sum abbas 13. Ég er ábótinn
Ego sum abbas Cucaniensis,
et consilium meum est cum bibulis,
et in secta Decii voluntas mea est,
et qui mane me
quesierit in taberna,
post vesperam
nudus egredietur,
et sic denudatus veste clamabit:
Wafna! Wafna!
quid fecisti sors turpassi?
Nostre vite gaudia
abstulisti omnia!
Ég er ábótinn í Nautnaklaustri*
og söfnuður minn er af drykkjurútum
og ég vil ganga í reglu Desíosar*
og hver sá sem leitar mín
að morgni dags á kránni
mun að loknum aftantíðum
hrökklast út nakinn
og í því klæðlausa ástandi hrópa:
Vei þér! Vei þér!
Hvað hefurðu gert, grimma forsjón?
Þú sviptir mig
allri lífsgleði!
  • Cucaniensis er goðsögulegt land allsnægta þar sem smjör drýpur af hverju strái og allt er í öfugmælastíl.
  • Hér gæti verið átt við rómverska keisarann Desíos sem stundaði ofsóknir á kristnum kringum árið 250.
14. In taberna quando sumus 14. Samverustund á kránni
In taberna quando sumus
non curamus quid sit humus,
sed ad ludum properamus,
cui semper insudamus.
Quid agatur in taberna
ubi nummus est pincerna,
hoc est opus ut queratur,
sic quid loquor, audiatur.-Quidam ludunt, quidam bibunt,
quidam indiscrete vivunt.
Sed in ludo qui morantur,
ex his quidam denudantur,
quidam ibi vestiuntur,
quidam saccis induuntur.
Ibi nullus timet mortem,
sed pro Baccho mittunt sortem:-

Primo pro nummata vini
ex hac bibunt libertini;
semel bibunt pro captivis,
post hec bibunt ter pro vivis,
quater pro Christianis cunctis,
quinquies pro fidelibus defunctis,
sexies pro sororibus vanis,
septies pro militibus silvanis.

Octies pro fratribus perversis,
nonies pro monachis dispersis,
decies pro navigantibus,
undecies pro discordantibus,
duodecies pro penitentibus,
tredecies pro iter agentibus.
Tam pro papa quam pro rege
bibunt omnes sine lege.

Bibit hera, bibit herus,
bibit miles, bibit clerus,
bibit ille, bibit illa,
bibit servus cum ancilla,
bibit velox, bibit piger,
bibit albus, bibit niger,
bibit constans, bibit vagus,
bibit rudis, bibit magus.
Bibit pauper et egrotus,
bibit exul et ignotus,
bibit puer, bibit canus,
bibit presul et decanus,
bibit soror, bibit frater,
bibit anus, bibit mater,
bibit iste, bibit ille,
bibunt centum, bibunt mille.

Parum sexcente nummate
durant, cum immoderate
bibunt omnes sine meta;
Quamvis bibant mente leta,
sic nos rodunt omnes gentes
et sic erimus egentes.
Qui nos rodunt confundantur
et cum iustis non scribantur.

Þegar við erum á kránni
hugsum við ekki um forgengileikann
heldur flýtum okkur að leik
svo slær alltaf út svita.
Hvað gerist á kránni
þar sem peningar ráða
er efni í spurn,
svo leggið við hlustir.-Sumir voga, sumir drekka,
sumir hegða sér ósæmilega.
En af þeim sem voga
enda sumir klæðlausir,
sumir vinna sér klæðnað,
sumir klæðast sekkjum.
Hér óttast enginn dauðann
heldur kastar Bakkusi* teningum.-

Fyrst drekka svallararnir
vínkaupmanninum skál,
aðra fyrir fangana,
þá þriðju fyrir lífið,
fjórðu fyrir kristindóminn,
fimmtu fyrir fallna trúmenn,
sjöttu fyrir lauslátu systurnar,
sjöundu fyrir skóggangsmennina,

áttundu fyrir siðspilltu bræðurna,
níundu fyrir tvístruðu munkana,
tíundu fyrir sæfarana,
elleftu fyrir þrasarana,
tólftu fyrir þá sem iðrast,
þrettándu fyrir ferðalangana.
páfa jafnt sem konungi full
drekka allir hömlulaust.

Húsfreyjan drekkur, húsbóndinn drekkur,
hermaðurinn drekkur, presturinn drekkur,
maðurinn drekkur, konan drekkur,
þjónninn drekkur með þernunni,
sá öri drekkur, letinginn drekkur,
hvítinginn drekkur, svertinginn drekkur,
sá ráðsetti drekkur, flakkarinn drekkur,
heimskinginn drekkur, vitringurinn drekkur,
fátæklingurinn og sjúklingurinn drekka,
útlaginn og aðkomumaðurinn drekka,
drengurinn drekkur, gamalmennið drekkur,
biskupinn og djákninn drekka,
systirin drekkur, bróðirinn drekkur,
kerlingin drekkur, móðirin drekkur,
þessi drekkur, hinn drekkur,
hundrað drekka, þúsund drekka.

Sex hundruð flórínur hrykkju
skammt, ef allir drykkju
hömlulaust úr hófi fram.
Í hversu mikilli gleði sem drukkið er
erum við þeir sem allir skammast yfir,
og því erum við allslausir.
Vei þeim sem bölva okkur
og nöfn þeirra afmáð úr bók lífsins.

  • Rómverski guðinn Bakkus (sem og Díonýsos hinn gríski) var guð víns og ölvunar.

Cours d’amours / Hirð ástarinnar

15. Amor volat undique 15. Amor fer víða
Amor volat undique,
captus est libidine.
Iuvenes, iuvencule
coniunguntur merito.-Siqua sine socio,
caret omni gaudio;
tenet noctis infima
sub intimo
cordis in custodia:
fit res amarissima.
Amor fer víða
á valdi ástríðunnar.
Yngismenn og -meyjar
rata saman réttilega.-Karlmannslausa stúlkan
fer á mis við alla gleði.
Hún felur myrka nóttina
innst inni
við hjartarætur.
Það eru ömurleg örlög.
16. Dies, nox et omnia 16. Dagur, nótt og allt hvað er
Dies, nox et omnia
michi sunt contraria;
virginum colloquia
me fay planszer,
oy suvenz suspirer,
plu me fay temer.-O sodales, ludite,
vos qui scitis dicite
michi mesto parcite,
grand ey dolur,
attamen consulite
per voster honur.-

Tua pulchra facies
me fay planszer milies,
pectus habet glacies.
A remender
statim vivus fierem
per un baser.

Dagur, nótt og allt hvað er
leggst mér í mót.
Af meyjahjali
brest ég í grát
og styn mikinn
og verð, ofar öllu, hræddur.-Ó, þið spottið mig vinir.
Þið vitið ei hvað þið segið.
Hlífið aumingja mér.
Sorg mín er stór.
Ráðleggið mér í það minnsta,
allranáðarsamlegast.-

Fegurð andlits þíns
grætir mig þúsundfalt.
Ís í hjarta þér.
Í sárabætur
myndi ég hressast
af kossi.

17. Stetit puella 17. Stóð stúlka
Stetit puella
rufa tunica;
si quis eam tetigit,
tunica crepuit.
Eia!-Stetit puella
tamquam rosula;
facie splenduit,
os eius fioruit.
Eia!
Stóð stúlka
á rauðum kyrtli.
Ef strokið var yfir hann
skrjáfaði kyrtillinn.
Eia!-Stóð stúlka
sem lítil rós.
Stirndi af andliti
og munni í blóma.
Eia!
18. Circa mea pectora 18. Að hjarta mér
Circa mea pectora
multa sunt suspiria
de tua pulchritudine,
que me ledunt misere.-Manda liet, Manda liet
min Geselle chumet niet.-

Tui lucent oculi
sicut solis radii,
sicut splendor fulguris
lucem donat tenebris.

Manda liet, Manda liet,
min Geselle chumet niet.

Vellet deus, vallent dii
quod mente proposui:
ut eius virginea
reserassem vincula.Manda liet, Manda liet,
min Geselle chumet niet.

Að hjarta mér
þrengja andköf
yfir fegurð þinni
er leikur mig grátt.-Elsku Manda, elsku Manda,
ástin mín kemur ekki.-

Augu þín lýsa
sem geislar sólar,
sem leiftur eldingar
er lýsir upp myrkrið.

Elsku Manda, elsku Manda,
ástin mín kemur ekki.

Guð gefi, guðirnir gefi
það sem ég hef í huga:
að ég nái að leysa
meydóm hennar úr viðjum!Elsku Manda, elsku Manda,
ástin mín kemur ekki.

19. Si puer cum puellula 19. Piltur og stúlka
Si puer cum puellula
moraretur in cellula,
felix coniunctio.
Amore suscrescente
pariter e medio
avulso procul tedio,
fit ludus ineffabilis
membris, lacertis, labii.
Ef piltur á með stúlku
afvikna unaðsstund
eru samfarir þeirra góðar.
Ástin magnast,
milli þeirra
losnar um hömlur.
Hefst þá heimullegur leikur
í limum, leggjum, vörum.
20. Veni, veni, venias 20. Komdu, komdu, ó komdu
Veni, veni, venias,
ne me mori facias,
hyrca, hyrce, nazaza,
trillirivos!-Pulchra tibi facies
oculorum acies,
capillorum series,
o quam clara species!-

Rosa rubicundior,
lilio candidior
omnibus formosior,
semper in te glorior!

Komdu, komdu, ó komdu!
Ekki láta mig deyja!
Hopp og hí, trallala!
Dillidó!-Fagurt er andlit þitt
blikið í augum þínum,
lokkar hárs þíns,
Ó hve dýrðlegur skapnaður!-

Rósinni rauðari,
liljunni hvítari,
öllu yndislegri,
alltaf skal ég dýrka þig!

21. In trutina 21. Á bláþræði
In trutina mentis dubia
fluctuant contraria
lascivus amor et pudicitia.
Sed eligo quod video,
collum iugo prebeo:
ad iugum tamen suave transeo.
Á bláþræði tilfinninga minna
vega salt
lostafull ást og lítillæti.
En ég kýs það sem ég sé,
og legg háls minn undir okið,
gef mig ljúfu okinu á vald.
22. Tempus est iocundum 22. Gleðistund
Tempus es iocundum,
o virgines,
modo congaudete
vos iuvenes.-Oh, oh, oh,
totus floreo,
iam amore virginali
totus ardeo,
novus, novus amor est,
quo pereo.-

Mea me comfortat
promissio,
mea me deportat
negatio.

Oh, oh, oh..

Tempore brumali
vir patiens,
animo vernali
lasciviens.

Oh, oh, oh…

Mea mecum ludit
virginitas,
mea me detrudit
simplicitas.

Oh, oh, oh…

Veni, domicella,
cum gaudio,
veni, veni, pulchra,
iam pereo.

Oh, oh, oh,
totus floreo,
iam amore virginali
totus ardeo,
novus, novus amor est,
quo pereo.

Það er gleðistund.
Ó, yngismeyjar,
fagnið til samlætis
ungu mönnunum.-Ó, ó, ó,
Ég er að springa út!
Ég brenn allur af
ósnortinni ást!
Þessi nýja ást
er að gera út af við mig!-

Mér til léttis
er loforð mitt.
Mér til hneisu
er afneitun mín.

Ó, ó, ó…

Að vetri
er maður þolinmóður.
Andblær vorsins
kveikir lostann.

Ó, ó, ó…

Í mig hleypur gáski
hreinleikans.
Aftur af mér heldur
einfaldleikinn.

Ó, ó, ó…

Kom, frilla mín,
fagnandi.
Komdu, mín fagra,
ég dey!

Ó, ó, ó,
Ég er að springa út,
Ég brenn allur af
ósnortinni ást.
Þessi nýja ást
er að gera út af við mig!

23. Dulcissime 23. Minn ljúfasti
Dulcissime,
totam tibi subdo me!
Minn ljúfasti!
Ég gef þér mig alla!

Blanziflor et Helena / Blansiflór og Helena

24. Ave formosissima 24. Heill þér, fegurst meðal kvenna
Ave formosissima,
gemma pretiosa,
ave decus virginum,
virgo gloriosa,
ave mundi luminar,
ave mundi rosa,
Blanziflor et Helena,
Venus generosa!
Heill þér, fegurst meðal kvenna,
dýrmæti gimsteinn,
heill þér, afbragð meyja,
dýrðlega yngismær,
heill þér, ljós heimsins,
heill þér, rós heimsins,
Blansiflór og Helena*,
eðla Venus!
  • Hér er ástkonu ljóðmælanda jafnað við Helenu hina fögru og kvenhetju rómantísku miðaldasögunnar um Flóris og Blansiflór.

Fortuna imperatrix mundi / Forsjón, drottning heimsins

25. O Fortuna 25. Ó, forsjón
O Fortuna,
velut luna
statu variabilis,
semper crescis
aut decrescis;
vita detestabilis
nunc obdurat
et tunc curat
ludo mentis aciem,
egestatem,
potestatem
dissolvit ut glaciem.-Sors immanis
et inanis,
rota tu volubilis,
status malus,
vana salus
semper dissolubilis,
obumbrata
et velata
michi quoque niteris;
nunc per ludum
dorsum nudum
fero tui sceleris.-

Sors salutis
et virtutis
michi nunc contraria,
est affectus
et defectus
semper in angaria.
Hac in hora
sine mora
corde pulsum tangite;
quod per sortem
sternit fortem,
mecum omnes plangite!

Ó, forsjón!
Líkt og tunglið
ertu síhverful,
ýmist vaxandi
eða minnkandi.
Andstyggilegt líf:
fyrst undir ofríki
og svo mildað
eins og verkast vill,
fátækt
og ríkidómur
bráðna sem ís.-Voldugt
og innantómt
snýst þú gæfuhjól,
fullt illkvittni.
Velferð er hégómi
sem gufar ætíð upp.
Hulið skuggum
og dulum
hrjáirðu einnig mig.
Í þessum leik
bera ég bak mitt
hamsleysi þínu.-

Jafnt í heilsu
sem dyggð
er forsjónin mér andsnúin,
ég er útkeyrður
og sligaður
í eilífum þrældómi.
Svo nú skal
án tafar
snerta titrandi strengi.
Hvar sem forsjóninni
lýstur niður
skulu allir gráta með mér!

Kammerkór Hafnarfjarðar og Ungmennakórinn Bergmál

Sópran

  • Andrea Micovic
  • Anna Magnúsdóttir
  • Charlotta Oddsdóttir
  • Dagný Björk
  • Elfa Sif Jónsdóttir
  • Halla Sigrún Sigurðardóttir
  • Halldóra Björk Friðjónsdóttir
  • Helga Sigríður Kolbeins*
  • Hildur Brynja Sigurðardóttir
  • Ingibjörg Arnardóttir
  • Kristína Erla Kristjánsdóttir
  • Margrét Magnúsdóttir*
  • Pálín Dögg Helgadóttir
  • Svanhvít Daðey Pálsdóttir

Alt

  • Anna Þóra Jóhannsdóttir
  • Alma Jónsdóttir
  • Anna Hafberg
  • Arnþrúður Þórarinsdóttir
  • Bjarney Halldórsdóttir
  • Elín Þórarinsdóttir
  • Erla Ragnarsdóttir
  • Fífa Konráðsdóttir
  • Halla Katrín Svölu-Arnardóttir
  • Herdís Hergeirsdóttir*
  • Jóhanna Vals
  • Katrín Auðunnardóttir
  • Margrét Sigurðardóttir
  • Sveinbjörg Halldórsdóttir
  • Vera Víglundsóttir

Tenór

  • Aðalsteinn Sigmarsson*
  • Byron Fabian
  • Einar Hjaltason
  • Gunnar Thor Örnólfsson*
  • Hlynur Ingason
  • Hörður Mar Tómasson
  • Jón Pétur Friðriksson
  • Oddur Smári Rafnsson

Bassi

  • Atli Týr Ægisson
  • Ármann Logi Jóhannesson
  • Björn Halldórsson
  • Davíð Geirsson
  • Guðmundur Skúli Hartvigsson
  • Hrólfur Gestsson
  • Ingólfur Hartvigsson
  • Magnús Már Björnsson
  • Máni Pétursson*
  • Mattías Kata*
  • Oddgeir Gunnarsson
  • Sveinn Ingi Reynisson

* = Ungmennakórinn Bergmál

Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

  • Agnes Pétursdóttir
  • Alaxandra Líf Adolphsdóttir
  • Andrea Eysteinsdóttir
  • Bjartey Hinriksdóttir
  • Eldbjörg Lára Eldar
  • Freyja Lind Wright
  • Lára Sóley Erlendsdóttir
  • Lea Karen Friðbjörnsdóttir
  • Maja Joanna Dmyszewicz
  • Sara María M. Menczynski
  • Sædís Ylfa Þorvarðardóttir
  • Sigrún Ásta Kolbeins
  • Steinunn Embla Ragnarsdóttir
  • Ylfa Guðmundsdóttir Christoph
  • Júlía Karlsdóttir
  • Kamilla Þyrí Eyjólfsdóttir
  • Karen Lilja Ólafsdóttir
  • Katla Rún Bryjarsdóttir
  • Kristín María Davíðsdóttir
  • Mía Ísabella Bacigalupo
  • Myrra Ísgerður Winship
  • Ólína Björg Guðbergsdóttir
  • Paulina Wiktoria Krzeminska
  • Rakel Ellertsdóttir
  • Sara Kristín Ómarsdóttir
  • Sólborg Árnadóttir
  • Sunna Dís Sturludóttir
  • Sunna Dís Þórhallsdóttir
  • Zíta Kolbrún Benediktsdóttir

Kór Öldutúnsskóla

  • Agnes Árnadóttir
  • Auður Dóra Þórðardóttir
  • Ásdís Inga Stephensdóttir
  • Midgley Berglind Gestsdóttir
  • Bríet Ýr Daðadóttir
  • Cristal E. Gutierrez Pineda
  • Freyja Lynn Ingólfsdóttir
  • Hrafntinna Manel Valsdóttir
  • Indiana Rós Jónsdóttir
  • Írena Líf Jónsdóttir
  • Jenný Klara Jónsdóttir
  • Elfur Íris Einarsdóttir

Hljómsveit

Píanó

  • Ástríður Alda Sigurðardóttir
  • Helga Bryndís Magnúsdóttir

Slagverk

  • Frank Aarnink
  • Eggert Pálsson
  • Jóhann Hjörleifsson
  • Marco Santos
  • Soraya Nayyar
  • Steef Van Oosterhout

Raddþjálfun

  • Margrét Hrafnsdóttir

Kári Þormar

Kári Þormar

Kári Þormar hóf nám í píanóleik hjá Kristínu Ólafsdóttur, Sigurði Marteinssyni hér við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þá stundaði hann píanám hjá Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og orgelleik hjá Herði Áskelssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann lauk meistaranámi í kirkjutónlist við Robert Schumann Hochschule í Düsseldorf, þar sem aðaláhersla var lögð á orgel, kór og hljómsveitarstjórn.

Kári hefur verið mjög virkur sem kórstjóri, staðið fyrir flutningi stærri kórverka, stjórnað frumflutningi á tónverkum íslenskra tónskálda, farið nokkrar tónleikaferðir erlendis og unnið til verðlauna. m.a. í alþjóðlegu kórakeppninni í Salzburg 2018 með Dómkórnum í Reykjavík. Hann var tilnefndur til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2004 fyrir diskinn „Það er óskaland íslenskt“ með Kór Áskirkju.

Hann starfar nú sem organisti Hafnarfjarðarkirkju, kórstjóri Kammerkórs Hafnarfjarðar og kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Brynhildur Auðbjargardóttir

Brynhildur Auðbjargardóttir

Brynhildur Auðbjargardóttir lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1989. Hún nam söngkennslufræði og menningarstjórnun við Tónlistarháskóla Noregs og lauk prófum þar árið 2001.

Hún hefur stjórnað fjölda kóra eins og Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Íslendingakórnum í Ósló og Kvennakór Öldutúns. Árið 2005 hóf hún störf í Öldutúnsskóla þar sem hún starfar enn bæði sem tónmenntakennari og kórstjóri. Einnig stjórnar hún Barna- og Unglingakórum Hafnarfjarðarkirkju.

Bryndís Guðjónsdóttir

Einsöngvari

Bryndís Guðjónsdóttir

Bryndís Guðjónsdóttir lauk meistaragráðu í óperusöng með láði árið 2021 frá Universität Mozarteum í Salzburg í Austurríki en áður hafði hún lokið bakkalárgráðu með láði frá Universität Mozarteum árið 2019.

Hún hefur unnið til fjölda verðlauna meðal annars á Íslandi, Ítalíu, Spáni og Tékklandi og komið fram á fjölum óperuhúsa og með sinfóníuhljómsveitum svo sem í Semperoper Dresden, Essen, Kiel, Kassel, Martina Franca, München, Salzburg, Stuttgart, Prag, Róm, Vilnius, Sevilla og Madrid.

Verkaskrá Bryndísar er breið og spannar margar aldir en á meðal ópera sem hún hefur sungið einsöng í eru Candide eftir Bernstein, Der Freischütz eftir Weber, Dido og Aeneas eftir Purcell, Gudrun eftir Mangold, Brúðkaup Fígarós, Töfraflautan og La Clemenza di Tito eftir Mozart, Gli Uccellatori eftir Gassmann, Les Contes d‘Hoffmann eftir Offenbach, Owen Wingrave eftir Britten, Die Frau ohne Schatten eftir R. Strauss og Rabbi Rafmagnsheili eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Á meðal hljómsveitarverka eru Stabat Mater eftir Pergolesi, Mattheusarpassía J. S. Bach, Requiem eftir Mozart, 9. sinfónía Beethovens, Carmina Burana eftir Carl Orff og Þjóðlög Berios.

Bryndís er reglulegur gestur Prague Royal Philharmonic undir stjórn Heiko Mathias Förster. Á síðasta misseri hefur Bryndís komið fram sem Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós í uppfærslu Kammeróperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Borgarleikhúsinu, á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem Ännchen í Der Freischütz í Kiel, sem Fyrsta Dama í Töfraflautu Mozarts í Aalto Theater Essen, sem sólisti með Konunglegu Sinfóníuhljómsveitinni í Sevilla og í Isarphilharmonie, Gasteig í München með Prague Royal Philharmonic.

Bryndís var styrkþegi Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi, Söngmenntasjóðs Marínós Péturssonar, Halldórs Hansen, Ingjaldssjóðs, Richard Wagners námsstyrkins og Gianna Szel í Austurríki.

Bryndís var tilnefnd sem söngvari ársins í flokknum sígildri og samtímatónlist 2024.

Jón Svavar Jósefsson

Einsöngvari

Jón Svavar Jósefsson

Jón Svavar Jósefsson er menntaður óperusöngvari frá Universität für Musik und Darstellende Kunst í Vínarborg. Jón hefur haldið fjölda einsöngstónleika og hefur verið einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni og öðrum sígildum kammerhópum heima og heiman.

Jón Svavar starfar sem söngvari og leikari, og kemur reglulega fram með sjálfstæðum tónlistar- og leikhópum, en vinnur við smíði og múrverk í hjáverkum.
Undanfarin ár hefur Jón tekið þátt í frumflutningi fjölda nýrra ópera eftir Íslensk tónskáld og jafnframt unnið ýmis verkefni tengd kvæðasöng og óhefðbundinni raddbeitingu.

Þorsteinn Freyr Sigurðsson

Einsöngvari

Þorsteinn Freyr Sigurðsson

Þorsteinn Freyr Sigurðsson lauk mastersnámi í söng árið 2013 við Hanns Eisler í Berlín undir handleiðslu Prof. Scot Weir og eftir útskrift með Prof. Janet Williams, Jóni Þorsteinssyni og Hlín Pétursdóttur Behrens.

Árið 2014 hóf Þorsteinn störf við Óperuhúsið Theater Ulm í Suður-Þýskalandi til ársins 2017 þar sem Þorsteinn söng fjölmörg aðalhlutverk. Þorsteinn hefur einnig víðtæka reynslu af ljóðasöng og óratoríu. Síðan Þorsteinn flutti aftur til íslands í byrjun árs 2017 hefur hann tekið þátt í ýmsum verkefnum. Þar má helst telja Spoletta í uppfærslu íslensku óperunnar af Tosca e. G. Puccini, ljóðaflokkinn Serenade no. 31 fyrir tenór og horn og svaninn í Carmina Burana með sinfóníuhljómsveit íslands í Eldborg vorið 2023.

Þorsteinn annaðist kórstjórn á tónleikum frostrósa í Eldborg og Hofi árin 2023 og 2024 og hefur stjórnað drengjakór Reykjavíkur og barnakór Seltjarnarneskirkju síðan 2019

Þorsteinn er virkur meðlimur í ýmsum sönghópum þ.m.t. Schola Cantorum, Voces Mascolorum, Kyrja og fleirum.

Kammerkór Hafnarfjarðar

Kammerkór Hafnarfjarðar er sjálfstætt starfandi kór. Hann var stofnaður í byrjun ársins 1997. Síðan þá hefur hann eflst og er nú talinn með betri kórum sinnar tegundar hér á landi. Í nóvember 1998 gaf kórinn út geisladiskinn Gaudete! og hlaut hann frábæra dóma.

Kórinn hefur ávallt leitast við að hafa efnisskrá sína sem fjölbreyttasta og hefur flutt veraldlega og kirkjulega kórtónlist allt frá miðöldum fram til nútímans auk annarrar tónlistar, til dæmis djass og þjóðlagatónlistar.

Kammerkórinn hefur af og til lagt land undir fót og meðal annars haldið tónleika á Akranesi, Grafarvogi, Kirkjubæjarklaustri, Mývatnssveit og Njarðvík. Kórinn hefur fimm sinnum farið í tónleikaferðir erlendis.

Stjórnandi kórsins frá og með hausti 2023 er Kári Þormar. Hann tók við stöðunni af Helga Bragasyni, sem hafði stjórnað kórnum frá stofnun hans.

Ungmennakórinn Bergmál

Bergmál er ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 30 ára. Kórinn er fyrir þau sem finnst gaman að syngja krefjandi tónlist í góðum hóp.

Kórinn tekur þátt í ýmsum spennandi viðburðum innan kirkjunnar sem utan hennar og verður lagavalið því mjög fjölbreytt.

Kórinn er í samstarfi við Flensborgarskóla og fá nemendur þar ástundun sína í kórastarfinu metna til eininga. Stjórnandi er Kári Þormar

Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju var stofnaður haustið 1990 í þeirri mynd sem hann starfar nú. Brynhildar Auðbjargardóttur var fyrsti stjórnandi kórsins en síðan tóku Hrafnhildur Blomsterberg og Helga Loftsdóttir við en Helga stjórnaði kórnum í tugi ára við einstaklega góðan orðstír. Haustið 2024 tók svo Brynhildur aftur við kórnum. Á árunum 1996 – 1998 var Hrönn Helgadóttir einnig kórstjóri. Kórinn syngur reglulega við helgihald kirkjunnar ásamt því að fara á kóramót bæði hér heima og erlendis. Einnig tekur hann þátt í hinum ýmsu samstarfsverkefnum.

Kór Öldutúnsskóla

Kór Öldutúnsskóla var stofnaður 22. nóvember 1965 og er elsti starfandi grunnskólakór landsins. Kórinn, skólinn og Hafnarfjarðarbær eru bundnir órjúfanlegum böndum í sögulegum skilningi. Þúsundir hafnfirskra barna hafa notið leiðsagnar í söng og tónlistarflutningi undir stjórn Egils Friðleifssonar og síðar Brynhildar Auðbjargardóttur, sem tók við kórnum í haustið 2005.

Kórinn hefur ferðast um allan heim, tekið þátt í kórakeppnum, kóramótum sungið á fjölda tónleikum með fjölbreyttri flóru tónlistarmanna meðal annars, Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur einnig sungið inn á fjölda geisladiska. Kórinn mun halda upp á 60 ára starfsafmæli næsta vetur.

Fyrst birt 18. apríl 2014 í efnisskrá Dómkórsins á tónleikum í Langholtskirkju

Fyrir hartnær hálfri öld var reykvískur kór að æfa Carmina Burana. Meðal kórfélaga var siðavandur piparsveinn á miðjum aldri sem var vel að sér í latínu og fleiri tungum fornaldar. Hann var talsvert óánægður með að þetta tónverk skyldi verða fyrir valinu því að hans mati var textinn bölvað klám og níð. Hann lét sig þó hafa það að vera með, sennilega varð seiður tónlistarinnar viðkvæmninni ofursterkari. Enda er enn verið að syngja Carmina Burana um allan heim og fólk flykkist á tónleikana. Fyrir því eru ýmsar ástæður.

Búsáhaldatónlist síns tíma?

Carmina Burana er latína og útleggst söngvar frá Beuern á íslensku en þar er vísað til klaustursins Benediktbeuern í Bæheimi, suður undir landamærum Þýskalands og Sviss. Það er nafn á handriti þar sem gefur að líta 254 kvæði og aðra texta, samansafn af kveðskap sem að mestu er frá 11. og 12. öld en sumt yngra. Þarna eru kersknisvísur, heimsósómi og háðsádeila ort að mestu á miðaldalatínu en að hluta til á þess tíma háþýsku, auk þess sem hér og þar bregður fyrir slangri úr ýmsum öðrum tungum þess tíma, frönsku og próvensölsku svo einhverjar séu nefndar.

Um höfunda þessa kveðskapar er ekki vitað nema að litlum hluta og hafa fræðimenn ýmsar skoðanir á uppruna hans. Þó ríkir eining um að kvæðin séu ort af ýmsum uppreisnar- og andófsmönnum innan kaþólsku kirkjunnar, guðfræðistúdentum, brauðlausum prestlingum og flökkumönnum af mörgu tagi. Einn hópur hefur verið nefndur sérstaklega en hann kallast golíardar. Léku þeir þann leik að snúa út úr trúarlegum söngvum og öðrum guðfræðitextum í því skyni að hæðast að kirkjunnar mönnum fyrir tvískinnung, græðgi og sérgæsku og upphefja forboðnar lystisemdir á borð við frjálsar ástir, taumlausa drykkju og fjárhættuspil, að ógleymdri náttúrunni í öllum sínum fjölbreytileika.

Því er haldið fram að þetta séu fyrstu merki þeirrar uppreisnar sem að lokum leiddu til siðaskiptanna og uppgjörsins við kaþólsku kirkjuna í stórum hluta Evrópu. Í því ljósi má kannski segja að þessir blautlegu söngvar séu sambærilegir við pottaskellina í íslensku búsáhaldabyltingunni. Það styrkir þá mynd enn frekar að eitt af því sem talið er hafa ýtt undir gagnrýnina var misheppnuð útrás kristinnar kirkju. Árangurslausar krossfarir til landsins helga voru að renna út í sandinn þegar kvæðin urðu til.

Sígildar sögur á flakki

Saga þessa kveðskapar eftir að hann var festur á pergament er ekki síður forvitnileg. Þótt kvæðin séu eftir ýmsa flakkara og utangarðsmenn hafa þau fengið nokkurn hljómgrunn innan kirkjunnar, ekki síst í klaustrunum í sunnanverðum Bæheimi og Suður-Týról. Þar virðist þeim hafa verið safnað saman og þau færð í letur á árunum 1230-1240. Ekki er ljóst hvar þetta handrit var geymt en þegar kom fram á 14. öld er bætt við nokkrum síðum í öðru broti og handritið bundið inn. Það var þó ekki gert betur en svo að nokkur ruglingur varð á síðum og einhverjar virðast hafa týnst. Í handritinu eru átta myndskreytingar og er sú þekktasta Rota fortunae, Gæfuhjólið sem prýðir forsíðu þessarar tónleikaskrár.

Svo er hljótt um handritið góða því það er ekki fyrr en árið 1803 sem munkarnir í Benediktbeuern neyddust til að fylgja nýsettum lögum og opna klaustrið sitt fyrir almenningi. Þá finnur bókasafnsfræðingur að nafni Johann Christoph von Aretin handritið í bókahillum klaustursins. Kom hann því í varðveislu á Ríkisbókasafni Bæheims í München þar sem það er enn. Það var þó ekki fyrr en árið 1847 sem verkið var gefið út í heild.

Eins og áður segir er efni söngvanna oftar en ekki af tvíræðum toga. Fræðimenn hafa reynt að flokka efni handritsins og komist að þeirri niðurstöðu að það skiptist í söngva um siðferðismál og þess háttar skens, ástarsöngva og söngva sem mæra drykkjuskap og spilafíkn. Þá eru ótalin tvö leikrit um trúarleg efni. Í viðbótinni sem áður er nefnd eru einkum textar af trúarlegum toga. Þessi flokkun er þó engan veginn einhlít því innan um og saman við eru ljóð og textar þar sem látnir eru syrgðir, heimsendir hugleiddur og bókmenntir fornaldar endursagðar.

Í þessum sögufræga bálki er því samankomið flest það sem almenningur velti fyrir sér á miðöldum – og gerir enn í dag.

Tónlistin og höfundur hennar

Í handritinu sem fannst í Bæheimi eru skráðir lagboðar og nótur að þeirra tíma sið og fylgja um það bil fjórðungi kvæðanna. Þau lög hafa þó ekki verið mikið notuð af tónskáldum, ekki síst vegna þess hve erfitt er að ráða í nóturnar. Þýska tónskáldið Carl Orff (1895-1982) lagði til dæmis þessar nótur alveg til hliðar og samdi sína eigin tónlist frá grunni.

Carls Orff er fyrst og fremst minnst fyrir tvennt: hann var brautryðjandi í tónlistarkennslu barna og hann samdi tónlistina við Carmina Burana. Önnur tónlist hans hvarf að heita má alveg í skuggann af þessu eina tónverki. Raunar var Carmina Burana fyrsti hluti þríleiks, hinir tveir hlutarnir eru þó afar sjaldan fluttir en þar notast Orff við kvæði eftir skáld fornaldar, Saffó, Evripýdis og Catullus.

Þótt Carmina Burana hafi verið til í heildarútgáfu frá 1847 kynntist Orff kvæðunum ekki fyrr en árið 1934 og þá úr enskri útgáfu á úrvali kvæðanna sem nefndist Vín, konur og söngur. Hann fékk Michael Hofmann, lagastúdent og latínugrána, til liðs við sig og saman völdu þeir 24 kvæði til að semja tónlist við. Kvæðin skiptast í þrjá kafla – Vorkoma, Á kránni og Hirð ástarinnar – en þeir eru rammaðir inn af söngnum um gæfuhjólið – O fortuna – sem sunginn er í upphafi og í lok tónverksins.

Það tók Orff ekki langan tíma að semja verkið því það var tilbúið 1936 og frumflutt í Frankfurt í júní árið eftir. Fullt nafn verksins er Carmina Burana: Cantiones profanae cantoribus et choris cantandae comitantibus instrumentis atque imaginibus magicis en það myndi útleggjast sem veraldlegir söngvar fyrir einsöngvara og kóra sem flytja á með hljóðfærum og töframyndum. Höfundur sá nefnilega fyrir sér að þetta yrðu ekki venjulegir söngtónleikar heldur svokallað „tótalteater“ með hreyfingum, ljósa- og myndaflóði. Honum varð ekki að ósk sinni því verkið er að heita má eingöngu flutt sem hefðbundið kórverk með einsöngvurum og hljómsveit. Að vísu eru til tvær útsetningar af hljóðfæraleiknum: annars vegar fyrir fullmannaða hljómsveit og hins vegar sú sem hér verður flutt með tveimur flyglum og sex slagverksleikurum. Sú útsetning er gerð af nemanda Orffs en tónskáldið lagði blessun sína yfir hana.

Glöggir lesendur hafa eflaust rekið augun í að frumflutningur verksins átti sér stað árið 1937 en þá réðu nazistar lögum og lofum í Þýskalandi. Þeir munu hafa verið nokkuð efins um að leyfa flutning á svo ósiðlegu efni en létu þó slag standa. Hin taktvissa tónlist Orffs virðist hafa sigrað hugi Göbbels og félaga því hún minnti þá áskrautlegar hersveitir marsérandi í takt. En verk Orffs var enginn lofsöngur í anda nasismans heldur tónlist sem höfðaði til almennings sem heldur enn tryggð við þetta ögrandi, skemmtilega og fjörlega tónverk.

Eftirtaldir aðilar fá alúðarþakkir fyrir veitta aðstoð:

  • Hafnarfjarðarbær
  • Hafnarfjarðarkirkja
  • Héraðssjóður Kjalarnessprófastsdæmis
  • Hjörvar Pétursson
  • Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
  • Anna Lilja Sigurðardóttir
  • Þórkatla Sif Albertsdóttir
  • Blómabúðin Burkni