Fylgstu með okkur:

Útgáfa

Auk þess að hafa gefið út jóladiskinn Gaudete! hefur kammerkórinn komið við sögu á fjórum öðrum geisladiskum:


Heilög messa
Heilög messa eftir Gunnar Þórðarson, við texta sr. Sigurðar Helga Guðmundssonar, var frumflutt í Víðistaðakirkju 1. janúar árið 2000 og kom diskurinn út síðar sama ár. Félagar úr kammerkórnum syngja ásamt félögum úr Kór Víðistaðasóknar, Álftaneskórnum og Kór Vídalínskirkju undir nafni Aldamótakórsins.
Kammersveit Hafnarfjarðar leikur undir. Einsvöngvarar eru Þórunn Guðmundsdóttir og Sigurður Skagfjörð Steingrímsson, stjórnandi er Úlrik Ólason.
     

Það besta við jólin
Diskurinn inniheldur jólalög eftir Þórunni Guðmundsdóttur og kom út árið 2005. Á þessum diski syngur kórinn þrjú lög:
Grýlukvæði
Klundurjól
Seinheppnir sveinar

     

Horfinn dagur - Árni Björnsson - Aldarminning
Diskurinn var gefinn út árið 2007 í tilefni af 100 ára afmæli Árna Björnssonar, tónskálds, tveimur árum áður. Þessi tvöfaldi diskur inniheldur nýjar og eldri upptökur af lögum eftir Árna Björnsson og syngur kammerkórinn þrjú þeirra:
Mitt faðirvor
Syng frjálsa land
Enn eru jól

   

Enn er oft í koti kátt! - Lögin hans Friðriks Bjarnasonar
Þessi diskur var gefinn út í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar árið 2008. Á honum er að finna 28 lög eftir hafnfirska tónskáldið Friðrik Bjarnason. Auk kammerkórsins syngja þrír aðrir hafnfirskir kórar á diskinum: Kór Öldutúnsskóla, Kvennakór Öldutúns og Karlakórinn Þrestir. Sjö af lögunum eru í flutningi kammerkórsins:
Söngur sáðmannsins
Blær
Klukkurnar kalla
Heiðarnar bíða
Gef mér heiði himinn
Farfuglar
Næðingur

Auk þess syngja allir kórarnir saman lagið Hafnarfjörður, sem er n.k. þjóðsöngur Hafnarfjarðar.

Atburðir framundan

3. október 2018 kl. 19:30
Tónleikar í Víðistaðakirkju