Fylgstu með okkur:

2012-2014

sep.3
Hausta tekur...
miðvikudagur, 3. september 2014 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Nú er sumarfríið brátt á enda hjá kammerkórnum.

Fyrsta æfing haustsins verður haldin miðvikudaginn 10. september klukkan 20:00, á sama stað og venjulega.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
jún.26
Sumarfrí
fimmtudagur, 26. júní 2014 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Berlínarferð kammerkórsins tókst með ágætum og heppnaðist einstaklega vel.

Nú er kórinn farinn í sumarfrí, en æfingar hefjast aftur í byrjun september.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
jún.5
Berlín
fimmtudagur, 5. júní 2014 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Maríukirkjan í BerlínAð loknum vel heppnuðum vortónleikum kammerkórsins í Hafnarfjarðarkirkju tekur nú við útrás til Þýskalands.

Að morgni hvítasunnudags, 8. júní, heldur kórinn af stað til Berlínar, þar sem dvalið verður við leik og störf til 12. júní.

Mánudaginn 9. júní, annan í hvítasunnu, verður sungið við messu í Dómkirkjunni í Berlín og hefst hún klukkan 10:00.

Síðar sama dag heldur kórinn tónleika í Maríukirkjunni í Berlín og hefjast þeir klukkan 15:30. Á þessum tónleikum verður efnisskrá tónleikanna frá 4. júní endurtekin.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
maí29
Norræn kór- og orgeltónlist 20. aldar
fimmtudagur, 29. maí 2014 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði


Kammerkór Hafnarfjarðar heldur vortónleika sína í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 20:00.

Viðfangsefnið að þessu sinni eru kórverk norrænna tónskálda frá Færeyjum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Álandi, landi Samanna og Íslandi.

Á tónleikunum mun Guðmundur Sigurðsson, organisti, leika nokkur orgelforspil. Stjórnandi kammerkórsins er sem fyrr Helgi Bragason.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 krónur, en 1500 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara.

Við tökum einnig við nýjum styrktarfélögum. Fyrir 6000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á næstu þrenna tónleika kórsins. Á þann hátt fær styrktarfélaginn hvern miða á 1.000 krónur. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
apr.4
Næstu tónleikar
föstudagur, 4. apríl 2014 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Kammerkórinn æfir nú af kappi fyrir tónleikaferðalag til Berlínar í júní.
Tónleikar með efnisskrá Berlínarferðarinnar verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. júní.
Nánari upplýsingar verða birtar í fyllingu tímans.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]

Atburðir framundan

3. október 2018 kl. 19:30
Tónleikar í Víðistaðakirkju